Námsvaka Auðarskóla er áheitasöfnun til styrktar unglingastarfi skólans. Nemendur 8.-10. bekkjar ætla að hafa sólarhrings námsmaraþon
24.- 25. janúar. Stíf dagskrá er en námsmaraþon gengur út á að læra.
Uppsettri dagskrá þarf að fylgja og vinnulotur eru fráteknar fyrir
bókarlærdóm. Heimilt er að nýta síma/tónhlöður til náms ef notuð eru heyrnatól. Í pásum má ekki trufla þá sem eru að læra en ….. gestum er
velkomið að heilsa upp á alla.
24.- 25. janúar. Stíf dagskrá er en námsmaraþon gengur út á að læra.
Uppsettri dagskrá þarf að fylgja og vinnulotur eru fráteknar fyrir
bókarlærdóm. Heimilt er að nýta síma/tónhlöður til náms ef notuð eru heyrnatól. Í pásum má ekki trufla þá sem eru að læra en ….. gestum er
velkomið að heilsa upp á alla.
Allir eru hvattir til að koma og kíkja á námshestana, foreldrar, gestir
og þeir sem hafa heitið á krakkana eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Ef einhver á eftir að heita á krakkana er það hægt að gera á
áheitablöðum sem liggja frammi víðsvegar (Samkaup, KM ofl.) og líka í
skólanum.
Nú verður heilaorkan virkjuð