Nemendur í Auðarskóla keppa í forritun

admin

Dagna 11. og 13. nóvember kepptu nemendur á unglinga- og miðstigi í Alþjóðlegu Bebras-áskoruninni.

Bebras-áskorunin er fjölþjóðleg áskorun fyrir nemendur á grunn- og framhaldsskólaaldri. Keppendur eru frá um 50 löndum og yfir 500 þúsund. Ísland er að taka þátt í fyrsta skipti og er Auðarskóli einn af 8 skólum á Íslandi sem taka þátt. Keppendur í Auðarskóla í ár voru 5 á unglingastigi og 8 miðstigi og í 45 mínútur glímdu þau við krefjandi verkefni sem kanna rökhugsun og tölvufærni. Stefnt er að því  að gera þetta að árlegum viðburði því að þeir nemendur sem tóku þátt vilja eflaust taka þátt að ári.