kl: 20:00, í sal efri byggingu grunnskólans.
Námskeiðið heitir “
Núvitund fyrir pabba, mömmur, afa og ömmur og aðra sem koma að uppeldi barna
„.
Í þessu fræðsluerindi kynnir Bryndís Jóna frá Núvitundarsetrinu hvað felst í núvitund og gildi núvitundar fyrir alla þá sem koma að uppeldi barna. Við prófum æfingar sem henta bæði uppalendum og börnum og geta m.a. stuðlað að aukinni vellíðan, seiglu og einbeitingu, bættum svefni og dregið úr kvíða.
Bryndís Jóna Jónsdóttir er núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu og hefur m.a. unnið að innleiðingu í núvitund í skólastarf og haldið fjölmörg námskeið og vinnustofur um núvitund og heilsueflingu fyrir ólíka aldurshópa.
Gerður hefur verið facebook viðburður um erindið þar sem við byðjum foreldra / forráðamenn að bjóða þeim sem koma að uppeldi sinna barna.
Ef þið stefnið á að mæta er mikilvægt að merkja sig inn á viðburðinn svo við getum séð hversu stórt húsnæði við þurfum.
Ef þú hefur áhuga en þér hefur ekki verið boðið á viðburðinn þá endilega hafðu samband við foreldra barnanna sem þú tengist til að bjóða þér á viðburðinn.
Ef þú ert ekki á facebook er hægt að hafa samband við Svanhvíti Lilju, formann foreldrafélagsins, á netfangið svanhvitv@postur.is eða Jónínu Kristínu, ritara foreldrafélagsins, á netfangið jonina@audarskoli.is til að sýna áhuga á að mæta.