Þriðjudaginn 11. september fer fram frjálsíþróttamót samstarfsskólanna á Vesturlandi. Nemendur í 3. – 10. bekk geta keppt. Skráningarblöð hafa verið send í töskupósti heim með nemendum, þar sem foreldrar þurfa að staðfesta þátttöku. Blöðunum skal skila í síðasta lagi í skólann föstudaginn 7. sept.
Aðalfundur foreldrafélagsins
Nú er komið nýtt skólaár og því kominn tími á aðalfund foreldrafélags Auðarskóla. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 6. september kl. 20:00 í Auðarskóla. Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf Önnur mál Við viljum hvetja alla foreldra til að mæta og taka þátt í starfinu í vetur. Stjórn foreldrafélags Auðarskóla
Innritun í tónlistarnám
Dagana 22. – 24. ágúst stendur yfir innritun nemenda í tónlistarnám í Auðarskóla. Umsóknarblöðum skal skilað til umsjónarkennara eða á skrifstofu skólans.
Skólasetning í grunnskóla
Grunnskóladeild Auðarskóla verður sett kl. 10.00 þann 22. ágúst í neðra rými skólans. Nemendur mæta þá með foreldrum, fá afhentar stundatöflur og fl. Skólaakstur og kennsla samkvæmt stundatöflu hefst svo 23. ágúst.
Innkauplistar
Innkaupalistar eru nú aðgengilegir hér á vefsvæði skólans. Um er að ræða tilmæli skólans um æskileg námsgögn í skólann. (Villa löguð kl.21.00 – 15.08.12) Innkaupalisti 1 bekkur File Size: 13 kb File Type: doc Download File Innkaukalisti 2 – 4 bekkur File Size: 35 kb File Type: doc Download File Innkaupalisti 5 – 7 bekkur File Size: 35 kb File …
Nýtt skólaár að hefjast
Þann 1. ágúst hefst leikskóli Auðarskóla á nýjan leik. Starfsmenn mæta kl. 08.00 og ráða ráðum sínum. Kl. 10.00 er tekið á móti börnunum. Það er góð veðurspá út vikuna svo búast má við mikilli útiveru.
Laus störf
Starfsmaður leikskóla Laus er 100 % staða leikskólakennara/leiðbeinanda í leikskóla Auðarskóla. Starfsmaðurinn starfar með börnum í leik og starfi undir stjórn deildarstjóra og framfylgir námskrá leikskólans. Viðkomandi þarf að hafa góða samstarfshæfni, vera sveigjanlegur í starfi og með jákvæð lífsviðhorf. Ef umsækjandi er ekki með uppeldismenntun er æskilegt að hann hafi reynslu af umönnun og uppeldi barna. Áhugasamir hafi samband …
Sumarhátíð í leikskólanum
Miðvikudaginn 13. júní var sumarhátíð leiskólans. Dagurinn hófst með vorferð barna, foreldra og starfsmanna á geitabúið Háafell í Hvítársíðu. Þar var yndislegt veður og skoðuðu börnin geitur af öllum stærðum og gerðum, léku sér og borðu nesti. Geiturnar voru mjög gæfar og sýndi geithafurinn Prins gestum mikinn áhuga og þá sérstaklega nestinu þeirra. Þegar heim var komið biðu okkar margir …
Heimsókn í hesthúsin
Í lok maí bauð hestamannafélagið Glaður elstu börnunum í leikskólanum á hestbak. Farið var upp í hesthúsahverfið í Búðardal. Þetta var virkilega skemmtileg ferð þar sem allir skemmtu sér konunglega. Leikskólinn þakkar kærlega fyrir sig.
Skóladagatöl 2012-2013
Skóladagatöl grunnskóla og leikskóla fyrir næsta skólaár eru nú komin á vefsvæði skólans. Sjá hér.