Vegna forfalla er nú laus 100% staða starfsmanns við umönnun barna í leikskóla Auðarskóla.
Umsækjandi þarf að hafa hlýtt viðmót, hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og vera áhugasamur um skólastarf og starfsþróun.
Vinnutími er 8.00 – 16.00 og 09.00 – 17.00 (mismunandi eftir vikum). Launakjör fara eftir kjarasamningum SDS við Samband íslenskra sveitarfélaga. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Umsóknarfrestur er til
10. október
.
Upplýsingar um stöðuna veitir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri í síma 434 1133 eða á netfanginu
eyjolfur@audarskoli.is
Áhugasamir sendi umsókir ásamt ferilskrá rafrænt á sama netfang.