Á fimmtudaginn fékk Auðarskóli glæsilega gjöf til minningar um Jóhannes Benediktsson, en hann var um tíma formaður skólanefndar Grunnskólans í Búðardal og alla tíð umhugað um velferð hans.
Skólinn fékk þrívíddarprentara og skanna en eins og segir á minningarskjalinu um Jóhannes:
,,Með þessari gjölf vildum við gefa ungu fólki í Dölum tækifæti til að kynnast þessari nýju tækni sem trúlega verður sjálfsagður hluti af daglegu lífi fólks á næstu árum. Þetta gerum við í þeim tilgangi að örva nýsköpunarhugsun og efla frumkvæði nemenda skólans.“
Erum við afar þakklát þeim Ólafi Sveinssyni, Alexander Ólafssyni, Gunnbirni Jóhannssyni og Kristjóni Sigurðssyni fyrir þessa gjöf.