Útskrift úr leikskóla

admin

Það var glæsilegur hópur sem útskrifaðist úr leikskóla Auðarskóla miðvikudaginn 23. maí. Athöfnin fór fram í Fjallasal leikskólans að viðstöddum góðum gestum. Útskriftarnemarnir, alls níu talsins, fengu bók og blóm að gjöf frá leikskólanum. Framtíð þessara nemenda er björt og við óskum þeim öllum og aðstandendum þeirra innilega til hamingju með áfangann.