Elsti árgangur leikskólans við útskriftina
Á þeim ágæta góðviðrisdegi; miðvikudaginn 30. maí, útskrifuðust níu börn úr Leikskóla Auðarskóla. Mömmur og pabbar, afar og ömmur komu í heimsókn og voru með börnunum á þessari stóru stund.
Útskriftin fór að þessu sinni fram utandyra. Börnin sungu fyrir gesti og fengu góða gjafir frá leikskólanum. Svo var boðið upp á kaffi og með því í sólskininu.