Vegna veðurs

admin

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið vegna óvenju slæmrar veðurspár.



Vegagerðin gerir ráð fyrir að loka veginum um Bröttubrekku kl. 16 í dag og um Svínadal kl. 17.  Gera má ráð fyrir að lokað verði til kl. 15 á morgun þriðjudag.



Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til þess að gæta að lausamunum, fylgjast með útvarpsfréttum  og halda sig heima eftir því sem kostur er meðan veðrið gengur yfir.




Starfsemi Auðarskóla verður með eftirfarandi hætti í dag:








Heimakstur skólabíla verður kl. 14:10








Grunnskóladeild starfar til kl. 15:10 eins og venjulega.








Leikskóladeild lokar kl. 16:00 eða klukkustund fyrr en venjulega.



Lengd viðvera grunnskólabarna lokar kl. 16:00 eða klukkustund fyrr en venjulega.




Foreldrar eru beðnir að fylgjast með tilkynningum í útvarpi, tölupósti og SMS-skilaboðum í fyrramálið varðandi skólahald í Auðarskóla á morgun þriðjudag.




Sveitarstjóri