Nýársball elsta stigs
Nýársball verður haldið í Dalabúð fimmtudaginn 5. janúar kl. 19.30 – 22.30.
Ballið er á vegum nemendafélags Auðarskóla og er ætlað öllum
elsta stigs nemendum. Nemendum eftirfarandi skóla hefur verið boðið:
Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskóla Borgarness, Reykhólaskóla, Laugagerðisskóla,
Grunnskóla Hólmavíkur, Grunnskóla Stykkishólms og Grunnskóla Drangsness.
Miðaverð er 1500 kr. Sjoppa verður á staðnum.
DJ Elvar kemur fram á ballinu. Þema nýársballs er „White on white“ sem þýðir
að allir eiga/mega mæta í hvítum fötum!
Búast má við frábæru stuði á fyrsta balli ársins!