Vorhátíð grunnskólans-Skólaslit 2024

Mánudagurinn 3. júní er síðasti skóladagur grunnskólanemenda. Dagurinn skiptist í tvennt og að venju fer vorhátíðin fram fyrir hádegi  og skólaslit eftir hádegi.
Nemendur og starfsfólk gerir sér glaðan dag á vorhátíðinni og að þessu sinni bjóða nemendur á elsta stigi til Matarvagna-veislu sem er lokahnykkurinn í þeirra matarvagnalotu.
Foreldrum er að venju boðið á Vorhátíðina og nú til Matarvagna-veislu. Matarvagnar opna kl. 10:45 og eru þeir opnir til kl. 12:00.  Skóladegi lýkur þá fyrir nemendur á yngsta- og miðstigi.
Nemendur ELSTA STIGS ásamt starfsfólki mun ganga frá matarvögnum frá kl. 12:00 -12:30 og mikilvægt að allir nemendur elsta stigs taki þátt í því.
Skólabílar aka heim kl. 12:30. Mikilvægt er að foreldrar setji sig í samband við skólabílstjóra ef nemendur munu ekki nýta sér skólaakstur heimferðar. Leikskólabörnum verður ekið heim samt sem áður.

 
Formleg skólaslit Auðarskóla fara fram í Dalabúð og hefst athöfn kl. 16:30.
Allir nemendur fá vitnisburðarskjöl sín afhent og formleg útskrift nemenda 10. bekkjar og elstu barnanna í leikskólanum fer einnig fram.
Athöfn stendur yfir í rétt rúma klukkustund. Nemendur 10. bekkjar koma til með að fylgja útskriftarárgangi leikskólans upp á svið í athöfninni og standa þeim við hlið þegar hópurinn útskrifast úr leikskólanum.
Að athöfn lokinni er útskriftarnemum 10. bekkjar grunnskólans og útskriftarárgangi leikskólans ásamt foreldrum þeirra, forráðamönnum og starfsfólki skólans boðið til kaffisamsætis í efri sal Dalabúðar.

 
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kær kveðja, skólstjóri Auðarskóla

The event is finished.

Date

3. júní, 2024
Expired!

Time

All Day