Undirbúningur fyrir árshátíðir

admin

Nú er  undirbúningur fyrir árshátíðir skólans kominn á fullt.   Árshátíðirnar verða tvær eins og í fyrra;  í Dalabúð þann 31. mars og í Tjarnarlundi 30. mars.   Gert er ráð fyrir því að allir nemendur grunnskóladeildarinnar komi til með að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Miðaverð verður það sama á báðum árshátíðum eða krónur 600 fyrir 6 …

Harmonikkusveit í leikskólanum

admin

Ákveðið hefur verið að nemendur tónlistarskólans komi reglulega í heimsókn í leikskólann. Markmiðið með þessum heimsóknum er að auðga tónlistareynslu leikskólabarna. Þann 21. mars kom fönguleg sveit harmonikkuspilara í heimsókn í leikskólann. Þetta voru nemendur og kennarar tónlistarskólans. Þeir spiluðu nokkur lög og sátu allir mjög stilltir og prúðir og hlustuðu áhugasamir á meðan.

Nýtt þema í leikskólanum

admin

Nú eru börnin á Álfadeild komin í gang með verkefni um hunda. Þau byrjuðu á að gera vefinn, þar sem skráð er það sem þau vita um hunda og hangir vefurinn fram á gangi. Síðan eru allir búnir að teikna myndir af hundum. Hugrún á bókasafninu lánaði  bækur um hunda og Jósy hefur líka lánað  bækur og blöð, hún ætlar …

Stærðfræðikeppnin á Akranesi

admin

Fimm nemendur úr Auðarskóla fóru ásamt kennara sínum upp á Akranes til þess að taka þátt í hinni árlegu stærðfræðikeppni sem þar er haldin. Nemendur okkar hafa ávallt staðið sig vel því er okkur sérstök ánægja að senda nemendur þangað til þátttöku. Áhugi hjá nemendum í skólanum okkar er þó nokkur fyrir keppninni og fengu færri að fara en vildu …

Nótan – uppskeruhátíð

admin

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla á Vesturlandi og Vestfjörðum var haldinn í Stykkishólmi nú síðastliðinn laugardag.   Átta tónlistarskólar tóku þátt að þessu sinni og þar á meðal var Auðarskóli með tvö atriði.  Söngsveit Auðarskóla söng tvö lög og Steinþór Logi Arnarsson lék frumsamið lag á harmoniku.   Þrátt fyrir nokkur forföll í söngsveitinni gengu atriði skólans vel.  Í lokaathöfn hátíðarinnar var …