Nýtt þema í leikskólanum

admin

Picture

Nú eru börnin á Álfadeild komin í gang með verkefni um hunda. Þau byrjuðu á að gera vefinn, þar sem skráð er það sem þau vita um hunda og hangir vefurinn fram á gangi. Síðan eru allir búnir að teikna myndir af hundum. Hugrún á bókasafninu lánaði  bækur um hunda og Jósy hefur líka lánað  bækur og blöð, hún ætlar svo að koma með Soffíu, dalmatíuhundinn sinn, í heimsókn bráðlega. Takk kærlega fyrir þetta Hugrún og Jósý.

Myndin er af Ármanni að teikna dalmatíuhund.