Stærðfræðikeppnin á Akranesi

admin

Picture

Fimm nemendur úr Auðarskóla fóru ásamt kennara sínum upp á Akranes til þess að taka þátt í hinni árlegu stærðfræðikeppni sem þar er haldin. Nemendur okkar hafa ávallt staðið sig vel því er okkur sérstök ánægja að senda nemendur þangað til þátttöku. Áhugi hjá nemendum í skólanum okkar er þó nokkur fyrir keppninni og fengu færri að fara en vildu að þessu sinni, ekki ætluðu þó allir að fara til að keppa heldur til þess að hitta aðra nemendur á Vesturlandi.