Sumarkveðja

Auðarskóli Fréttir

Gleðilegt sumar kæru nemendur, foreldrar og aðrir velunnarar Auðarskóla.
Við þökkum ykkur öllum kærlega fyrir veturinn og fögnum komandi sumri.
Nú þegar náttúran lifnar við eftir vetrardvala er að mörgu að hyggja.
Við hvetjum alla til útiveru og hreyfingar en gætum okkur á sóttvörnum og 2ja metra reglunni.
​Við hlökkum til að sjá alla nemendur okkar í næstu viku þegar samkomubanni verður aflétt.

Við göngum mót hækkandi sól, sól, sól
og sjáum hana þíða allt er kól, kól, kól
Svo vætlurnar streyma
og vetrinum gleyma,
því vorið er komið með sól, sól, sól.

Ó, heill sé þér, bráðláta vor, vor, vor
og velkomið að greikka okkar spor, spor, spor
Því ærsl þín og læti
og ólgandi kæti
er æskunnar paradís, vor, vor, vor.

​Sumarkveðja frá starfsfólki Auðarskóla