Jólaball fyrir nemendur í 8. til 10. bekk verður á Varmalandi í kvöld.
Ballið stendur yfir frá kl. 20 og til kl. 22.30.Ballið er á vegum Auðarskóla en í samstarfi við félagsmiðstöðina. Rútur fara frá Auðarskóla kl. 19 og komið er til baka kl. 23.30.
Ballið kostar 1.000 kr. og rútugjaldið er 500 kr. Sjoppa verður á staðnum.
Ath! Enginn posi á staðnum. Einungis hægt að greiða með peningum!
Foreldrar þurfa að skrifa undir leyfisbréf sem nemendur eiga að skila inn fyrir brottför.