Skólalóðin og við

admin

Miðstigið var með lítil myndaverkefni á skólalóðinni í ágúst og september. Myndefnin voru margskonar og fóru nemendur um skólalóðina og umhverfi skólans. Unnið var í litlum hópum sem og hver hópur leysti verkefnin eftir sýnu höfði. Að myndatöku lokinni valdi hver hópur eina af myndum sínum og kynnti fyrir hópnum. Krakkarnir greiddu atkvæði um skemmtilegustu myndina. Í fyrra skiptið varð mynd sem Bergjón tók af þeim Ólafi, Grétari og Jóhannesi úr Kötlum hlutskörpust. Í seinna skiptið varð mynd af þeim Davíð, Kristeyju og Emblu fyrir valinu.