Bangsa- og náttfatadagur í leikskólanum

admin

​Þann 29. október var haldinn bangsa- og náttfatadagur í leikskólanum.

Tóta skólahjúkrunarfræðingur kom í vitjun með „Bangsaheilsugæsluna“ í leikskólann

og fræddi okkur um margt og mikið.


Nemendur á Dvergahlíð sýndu henni bangsana sína og fengu bangsarnir viðeigandi aðhlynningu.

Á Tröllakletti fræddi hún nemendur um mikilvægi handþvottar og fengu allir að æfa

sig í handþvotti undir hennar umsjón.

Hún ræddi líka um smáslys og viðbrögð við þeim og kenndi nemendum

að setja plástur á bangsana sem allir


æfðu sig á.

Að lokum var rætt um símanúmer Neyðarlínunnar sem er mikilvægt að kunna, 112, og fékk hún heldur

betur góðar undirtektir.

Allir voru mjög áhugasamir og höfðu gagn og gaman af.

Við þökkum Tótu kærlega fyrir komuna og fræðsluna.

Kveðja úr leikskólanum.