Upplestrarhátíðin á Vesturlandi

admin


Auðarskóli átti fulltrúa á Upplestrarhátíðinni á Vesturlandi sem fram fór 10. apríl síðast liðinn.  Hér heima hafði áður farið fram undankeppni þar sem fulltrúar okkar voru valdir.  Fulltrúar okkar voru þær Sólbjört Tinna og Helga Rún og varamaður Sigurvin Þórður.  Keppnin fer þannig fram að keppendur lesa í þremur umferðum einn texta, og tvö ljóð.  Að þessu sinni var textinn úr sögunni

Strokubörnin á Skuggaskeri

eftir Sigrúnu Eldjárn.  Ljóðskáld hátíðarinnar var Ólafur Jóhann Sigurðsson. Keppendur fluttu einnig ljóð að eigin vali.



Óhætt er að segja að okkar fulltrúar hafi gert góða ferð því Helga Rún varð í 2. sæti og hlaut viðurkenningarskjal og 15.000 kr. og Sólbjört Tinna í 3. sæti og hlaut viðurkenningarskjal og 10.000 kr.  Við í Auðarskóla erum ákaflega stolt af frammistöðu þeirra stúlkna og ánægjulegt að sjá uppskeru þeirrar vinnu sem þær voru búnar að leggja í verkefnið.

​Til hamingju stúlkur.