Þann 10. mars síðast liðinn hélt Lionsklúbbur Búðardals svokallað kótilettukvöld þar sem eldaðar voru dýrindis kótilettur og margir komu og skemmtu gestum.
Viðburðurinn var auglýstur til styrktar
Auðarskóla, Björgunarsveitarinnar Óskar og Slysavarnadeildar Dalasýslu.
Á föstudaginn 13. apríl afhenti Lionsklúbburinn svo þessum aðilum afrakstur kótilettukvöldsins og fékk Auðarskóli heilar 250.000 krónur í sinn hlut.
Við þökkum Lionsklúbbi Búðardals alveg kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.