Á þriðjudaginn 14. mars 2017 tók Auðarskóli þátt í Skólahreysti. Í liðinu okkar voru þau Hilmar Jón og Lilian sem kepptu í hraðabrautinni, Jóna Margrét sem keppti í armbeygjum, Sigurdís Katla í hreystirgreip og Finnur sem keppti í dýfum og upphífingum. Varamenn voru þau Sigurdís Katla og Árni Þór.
Þau stóðu sig ákaflega vel og fóru nemendur af mið- og elsta stigi með til að hvetja þau áfram. Allir skemmtu sér konunglega og voru skólanum okkar til sóma.