Vísindasmiðja á leikskóla

admin Fréttir

Picture


Krakkarnir á Tröllakletti hafa verið í vísindasmiðjum í þessari viku. Þau hafa verið að leika með ljós og liti. Einnig hafa þau verið að gera mjólkurlistaverk og lært þá um eiginleika efna. Svo bjuggu þau til lava lampa, Þá lærðu þau að sum efni eru þyngri en önnur og svo er bara svo gaman að sjá þegar að freyðitaflan fer ofan í vatnið og upp koma vatnsbólur. Þau léku einnig með segla og lærðu um norðurskaut og suðurskaut, fráhrindikraft og aðdráttarkraft.  Börnunum fannst mjög gaman og voru spennt að koma á hverja stöð. 

Vísindasmiðjan er hluti af verkefni sem Jóhanna deildarstjóri er að vinna í Leikskólakennaranáminu.