Vel þegið

admin





Picture



Nú erum við að leggja gamla vídeótækinu okkar og sjónvarpinu.  Ætlum að nota DVD diska í stað VHS; já tími til kominn segja eflaust sumir.


Við eigum nokkurt safn VHS spóla með barnaefni en eiginlega ekkert DVD efni.


Því þiggjum við í Auðarskóla með þökkum talsett barnaefni á DVD diskum sem fólk er hætt að nota og fyrir liggur jafnvel að henda.

Efnið er notað við ýmiss tækifæri; t.d þegar rignir svona mikið eins og í dag því þá er ekki  hægt að vera með börn úti allan gæslutímann.