| 
         Í gær for fram lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar á vegum samstarfsskólanna.  Keppnin var haldinn í sameinuðum grunn- og leikskóla í Hvalfjarðarsveit.   Alls voru það 12 keppendur í sjöunda bekk, frá fimm skólum, sem reyndu með sér.
 Fyrir hönd Auðarskóla kepptu þeir Guðmundur Kári þorgrímsson og Tómas Andri Jörgenson. Báðir stóðu þeir sig með stakri prýði í keppninni. Í heild var upplestur afar góður og keppnin því jöfn. Það tók dómnefnd nokkurn tíma að úrskurða um úrslit og á meðan gæddu gestir sér á veitingum.          Þegar úrslit voru gerð kunn kom  í ljós að Gumundur Kári  hreppti önnur verðlaun keppninnar.  Er honum hér óskað til hamingju með árangurinn. | 


