Christine á Skörðum er með landnámshænur. Hún var svo væn að koma með útungunarvél og egg í leikskólann.
Núna bíða börn og starfsfólk spennt eftir ungum. Í gær voru eggin gegnumlýst og gátu börnin þá séð æðar og fleira inn í egginu. Það reyndist mjög spennandi að fylgjast með þessu.
Það tekur 21 dag fyrir egg að ungast út svo nú er búist við þeim fljótlega eftir páska.
|