Góð ferð og þriðja sætið

admin





Picture

Föngulegur hópur 8. – 10. bekkinga skellti sér í Borgarnes þann 26. janúar til þess að taka þátt í og fylgjast með undankeppni í Samfés. Tvö atriði frá skólanum tóku þátt, annarsvegar  Gemlingarnir með þeim Angantý, Hlyni, Guðbjarti og Hlöðver Smára  og hinsvegar Hlöðver Smári og Benedikt Máni með þær Guðrúnu Birtu og Elínu Huld í bakröddum.


Skemmst er frá því að segja að öll stóðu þau sig með mikilli prýði og lentu Hlöðver, Benedikt, Guðrún og Elín í þriðja sæti með lagi og texta Hlöðvers; Tíminn.


Heppnaðist ferðin frábærlega og voru nemendurnir skóla og byggðarlagi sínu til mikils sóma.