Dagur leikskólans

admin

Picture

Mánudaginn, 6. febrúar, er dagur leikskólans. Í tilefni dagsins ætlum við að hafa opið hús hér í leikskólanum og foreldrar eru velkomnir á milli 9:00-11:30 og 13:30- 15:00 í heimsókn og taka þátt í starfinu með okkur. Kl. 9:30 ætlum við að vera með sameiginlega söngstund og væri gaman ef einhverjir sjá sér fært að koma og syngja með okkur.

Ömmur, afar, frænkur, frændur og/eða vinir eru velkomnir.