Tvær konur, þær Díana Ósk Heiðarsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttur, úr Kvenfélaginu Fjólan komu færandi hendi hingað í skólann fimmtudaginn 7. apríl síðastliðinn. Þær færðu tónlistardeild Auðarskóla peningagjöf sem á að nýta á þann hátt sem stjórnendum finnst best henta í tónlistardeildinni. Starfsfólk Auðarskóla þakkar Kvenfélaginu Fjólan fyrir rausnarlega gjöf sem kemur sér vel. Á myndinni hér til hliðar má sjá Ólaf Einar Rúnarsson tónlistarkennara taka við gjöfinni fyrir hönd tónlistardeildar Auðarskóla.