Árshátíð nemenda í Tjarnarlundi lokið

admin

Picture

Í gærkveldi héldu nemendur Auðarskóla í Tjarnarlundi sína árshátíð.  Þótt ekki séu nemendurnir margir var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg.  Í útibúinu eru sjö strákar og ein stelpa og því lá beinast við að setja upp leikrit um Mjallhvíti og dvergana sjö.  Leikútgáfan var fjölbreytt og skemmtileg og þurftu leikarar að bregða sér í mörg gervi.  Fá upphafi til enda einkenndi mikil leikgleði leikarana.  Að lokinni skemmtidagskrá nutu gestir kaffiveitinga í boði foreldra.  Myndir af árshátíðinni eru nú komnar inn á myndasvæði skólans.

Lítið endilega inn.