10. bekkur-Heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar Auðarskóli 17. febrúar, 2023 Fréttir Þriðjudaginn 14. febrúar fór 10. bekkurinn í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar. Nemendur fengu kynningu á námi og kennslu og hittu þeir flesta kennara skólans. Nemendur á fyrsta ári fylgdu þeim á milli stöðva og loks var þeim boðið í hádegismat. Dagurinn var skemmtilegur og í tilefni heimsóknar var smellt í eina mynd. Einn átti líka afmæli þennan daginn!