Nemendafélag Auðarskóla fær gjöf Auðarskóli 12. apríl, 2023 Fréttir Þann 11. apríl var undirritaður samningur milli bænda í Miðskógi og Reykjagarðs hf. um uppbyggingu kjúklingahúsa og eldis að Miðskógi í Dalabyggð. Færði Reykjagarður hf. nemendafélagi Auðarskóla styrk upp á 100.000 kr. sem nýta á í ferðasjóð nemenda. Fulltrúar nemendafélagsins, Jasmín, Kristín, Baldur og Benóní fóru í Árblik ásamt kennara og tóku á móti gjöfinni. Með á myndinni er Guðmundur Svavarsson framkvæmdarsstjóri Reykjagarðs. Við þökkum kærlega fyrir þessa gjöf og mun hún nýtast okkur vel og ium leið óskum Miðskógarbændum til hamingju með nýju búgreinina.