Kæru foreldrar/forráðamenn allra nemenda og barna í Auðarskóla, starfsfólk, fulltrúar og hagsmunaaðilar æskulýðsmála og aðrir áhugasamir um velferð barna og ungmenna í Dalabyggð.Þriðjudaginn 12. mars fer fram fræðsla á vegum Foreldrahúss: Kl. 17:00 til 19:00 í Dalabúð.Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni hefur neysla ungmenna aukist á nikótínpúðum, notkun rafretta, áfengis, kannabis o.fl.
Þetta á líka við um okkar börn í Dalabyggð og nærsamfélögum.Aðilar frá Foreldrahúsi koma og fræða okkur um áhættuhegðun, fikt og neyslu ungmenna. Það er afar mikilvægt að við séum vel upplýst um þessi mál og eru allir ofantaldir hvattir til að koma og
kynna sér það sem Foreldrahús hefur fram að færa í baráttu okkar við þessa auknu vá.Fulltrúar Foreldrahúss hafa víðtæka reynslu af samvinnu og ráðgjöf með börnum, ungmennum og foreldrum.Því meiri upplýsingar sem við höfum í farteskinu því minni líkur eru á að hegðan sem þessi fari fram hjá okkur
og við fleiri tækifæri til að bregðast við og beina fólkinu okkar á betri braut.
Sjá nánar um starfsemi Foreldrahúss: