Þann 25. nóvember og 27.nóvember var haldið nemendaþing í Auðarskóla með öllum nemendum í 4.-10. bekk.
Nemendum var skipt í 5-6 manna hópa þvert á aldur og lagðar fyrir spurningar sem snérust um almenna líðan og samskipti í skólanum. Hvernig þau meta samskiptin og hvaða leiðir þau vilja fara til að bæta þau.
Þau svöruðu einnig spurningum sem kemur að einelti og hvernig best er að leysa ágreining sem kemur upp á milli einstaklinga eða hópa.
Að lokum var spurt út í námslega þætti, hvað er það í náminu sem reynist þeim erfiðast og hvaða aðstoð þau telja að þeim vanti til að auka þrautseigju í krefjandi verkefnum.
Spurningar voru valdnar úr þeim þáttum sem voru mest aðkallandi að skoða saman útfrá niðurstöðu skólapúlskönnunar 6.-10. bekkjar sem lögð var fyrir núna í haust.
Næstu skref er að leggjast yfir niðurstöður þingsins og útbúa áætlun til úrbóta með nemendum.
Nemendaþingið gekk vonum framar, nemendur voru dugleg að taka þátt, ræða sín á milli og tjá sínar skoðanir yfir hópinn. Til stendur að halda þessu áfram og koma því í fastform að halda þing tvisvar sinnum á skólaárinu með þessum hætti.