Starfamessa í Borgarnesi

AuðarskóliFréttir

Starfamessa 2025 – Gluggi að framtíðinni

Í haust verða haldnar þrjár Starfamessur á Vesturlandi sem hluti af Sóknaráætlun Vesturlands 2025. Viðburðirnir fara fram í öllum framhaldsskólum svæðisins:
  • MB í Borgarnesi – 26. september
  • FSN í Grundarfirði – 30. september
  • FVA á Akranesi – 3. október
Starfamessan er einstakt tækifæri fyrir nemendur í 9. og 10. bekk að kynnast fjölbreyttum störfum og námsleiðum í gegnum lifandi kynningar frá fyrirtækjum og stofnunum á Vesturlandi. Markmiðið er að opna augu unga fólksins fyrir spennandi framtíðarmöguleikum og styrkja tengsl menntunar og atvinnulífs.
Viðburðurinn býður upp á gagnvirkar kynningar og samtal við fólk úr atvinnulífinu – og er opinn öllum áhugasömum!

Nemendur 9. og 10. bekkjar Auðarskóla munu sækja viðburðinn í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi.