Nemendafélagið Auður er starfandi í Auðarskóla. Í aðastjórn félagsins eru: Guðmundur Sören og Daldís Ronja úr 10. bekk, Lauga og Aðalheiður Rós úr 9. bekk og Guðrún Birna og Daley Viðja úr 8. bekk. Varamenn eru: Þórir Fannar og Jakub Rafal úr 8. bekk, Bryndís Mjöll og Kristján Þorgils úr 9. bekk og Ísabella úr 10. bekk.
Á haustönn stóð félagið fyrir bleikum degi í október, draugahúsi á Hrekkjavökunni og þemadögum í desember. Á nýju ári er verið að skoða að halda ball þar sem skólum af Vesturlandi yrði boðið, vera með fleiri þemadaga ásamt því að halda utan um árlegu viðburðina félagsvist og páskabingó.
Nemendafélagið er einnig með Instagram síðu þar sem þau setja stundum inn myndskeið og grín, það má finna þau undir nafninu nemendafelag_audur .
Kveðja,
Stjórn nemendafélagsins Auðar

