Í ljósmyndavali kynnast nemendur eigin myndavélum og fá tækifæri til að læra á og nota DSLR vél skólans. Þá verður áhersla lögð á að skilja undirstöðu ljósmælingar þar sem unnið er með hraða, ljósop og ISO. Einnig verður farið í myndbyggingu, mismunandi nálgun á viðfangsefnum, myndvinnslu o.fl. Unnið verður með þemu þar sem nemendur þurfa að leysa ýmis verkefni og mikið verður lagt upp úr sköpun einstaklinganna.
Undanfarið hafa nemendur verið að kynna sér myndvinnsluforritið Picasa
sem við byrjum á að nota. Þetta er einfalt og gott forrit sem fæst
fríkeypis á netinu. Hægt er að sjá fyrstu myndirnar og myndvinnslutilraunir á flickr síðu ljósmyndavalsins, en í þessari vinnslu fengu nemendur algjörlega frjálsar hendur til að kynnast ýmsum tólum forritsins – látið ykkur ekki bregða!
Síðar í vetur koma nemendur til með að kynna sér lítillega forritið
Gimp sem er mun flóknara myndvinnsluforrit en hægt er að nálgast ýmis
kennslumyndbönd og leiðbeiningar á veraldarvefnum.
Flickr síða ljósmyndavalsins er www.flickr.com/photos/krakkalakkar en
þar er einnig brot af þeim myndum sem útskrifaðir nemendur unnu á sínum
tíma. Kennari er Steinunn Matthíasdóttir
Undanfarið hafa nemendur verið að kynna sér myndvinnsluforritið Picasa
sem við byrjum á að nota. Þetta er einfalt og gott forrit sem fæst
fríkeypis á netinu. Hægt er að sjá fyrstu myndirnar og myndvinnslutilraunir á flickr síðu ljósmyndavalsins, en í þessari vinnslu fengu nemendur algjörlega frjálsar hendur til að kynnast ýmsum tólum forritsins – látið ykkur ekki bregða!
Síðar í vetur koma nemendur til með að kynna sér lítillega forritið
Gimp sem er mun flóknara myndvinnsluforrit en hægt er að nálgast ýmis
kennslumyndbönd og leiðbeiningar á veraldarvefnum.
Flickr síða ljósmyndavalsins er www.flickr.com/photos/krakkalakkar en
þar er einnig brot af þeim myndum sem útskrifaðir nemendur unnu á sínum
tíma. Kennari er Steinunn Matthíasdóttir