Félag grunnskólakennara(FG) hefur boðað vinnustöðvun miðvikudaginn 21. maí næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Ef til boðaðar vinnustöðvunar kemur fellur skólaakstur og öll kennsla í grunnskóladeild niður þann daginn. Skrifstofa skólans verður opin.
Tónlistarkennarar eru við kennslu þennan dag og leikskólinn starfar eins og venjulega nema að skólaakstur er ekki í boði fyrir leikskólabörnin.
Þann 22. maí hefst kennsla og skólaakstur svo að nýju samkvæmt stundarskrá, hafi komið til áðurnefndar vinnustöðvunar.