Vetrarfrí

admin Fréttir

Dagana 30. október – 1. nóvember 2017 er vetrarfrí í grunnskóladeild Auðarskóla.

Þá er engin kennsla í grunnskólanum og skólabílar keyra ekki.  Einnig fellur niður starf Fjallasals á þessum dögum sem og tómstundirnar á miðvikudagseftirmiðdaginn.

Vonandi eiga allir eftir að njóta frísins með börnunum sínum og hlökkum við til að sjá þau koma aftur í skólann endurnærð eftir frí.