Á fimmtudaginn 8. Febrúar 2018, klukkan 20:00, stendur foreldrafélag Auðarskóla fyrir umræðufundi fyrir foreldra grunnskólabarna.
Þetta er í þriðja skiptið sem foreldrafélagið stendur fyrir svona fundi og hefur fólk verið ánægt með fyrirkomulag þeirra. Á fundinum er rætt um skipulag skólastarfsins, bæði um það sem vel er gert og einnig það sem hugsanlega mætti betur fara.
Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn, fyrir hádegi þann 8. febrúar. Lágmark 15 manns verða að skrá sig til að fundurinn verði haldinn.
Fundurinn verður haldinn í efri byggingu grunnskólans. Skráningar hjá Jónínu á jonina@audarskoli.is eða á facebook.
Kaffi, kakó og kex í boði.