„Leitin að vorinu er æsispennandi og bráðfyndin saga ætluð átta til tólf ára lesendum. Þetta er fyrsta bókin af þremur um vinina ólíku og hættuför þeirra til að bjarga heimabyggð sinni.“
– – –
Gunnar Helgason kom einnig í heimsókn í síðustu viku og kynnti, fyrir öllum nemendum grunnskólans, nýjustu bók sína „Draumaþjófurinn“.
„Í Hafnarlandi er allt eins og það á að vera og rotturnar þekkja sinn sess í lífinu: Safnarar safna mat, Njósnarar njósna, Bardagarottur halda óvinum frá og Étarar éta og hafa það gott. Efst í virðingarstiganum er Skögultönn Foringi sem öllu ræður. Einn daginn sem dóttir hennar, Eyrnastór Aðalbarn Gullfalleg Rottudís, gerir uppreisn tekur sagan óvænta stefnu; fer með söguhetjuna okkar inn í Borgina þar sem hættur eru á hverju strái og framandi rottur leika lausum hala. Sjálfur DRAUMAÞJÓFURINN er sendur til að bjarga henni – eða til að deyja!“
- – –
Báðar bækurnar hafa verið pantaðar inn fyrir bókasafn skólans og verða því til hjá okkur á nýju ári.