Til að byrja með verður 8. – 10. bekkur í fjarnámi og munu umsjónarkennarar vera í samskiptum við foreldra og forráðamenn um fyrirkomulagið á því.
1. bekkur, 2. bekkur 3.-4. bekkur, 5. bekkur, 6. bekkur og 7. bekkur verða sérhópar. Við munum hafa öll samskipti milli hópa í lágmarki, bæði milli nemenda og milli starfsfólks. Hver hópur mun hafa mismunandi inngang. Sendar verða út upplýsingar um hvaða inngang hver hópur notar.
Það væri gott (æskilegt) ef foreldrar og forráðamenn ræði það við börnin að eins og alltaf verður að fara að öllum fyrirmælum starfsfólks skólans. Vilji foreldrar fylgja börnum sínum til skóla skulu þau vera kvödd fyrir utan skólann.
Grunnskólinn opnar klukkan 8:30 og mælst er til að nemendur sem búa í Búðardal virði þá tímasetningu. Skólinn verður opinn mánudaga til fimmtudaga til kl. 13:40, á föstudögum er lokað kl. 12:30. Þá fara nemendur heim, bæði þeir sem búa í Búðardal og þeir sem koma með skólabílum. Ástæðan fyrir því að börn eru send heim fyrr er að sótthreinsa þarf allan skólann fyrir næsta skóladag.
Mötuneytið verður opið með ákveðnum skilyrðum. Nemendur fara í minni hópum í mat. Sótthreinsað verður eftir hvern hóp. Það á einnig við um frímínútur.
Ef einhver á heimilinu er í áhættuhópi þá gæti verið skynsamlegt í samráði við lækni/heilbrigðisstofnun að barnið/börnin komi ekki í skóla. .
Óski foreldrar í grunnskólanum eftir því að hafa nemendur heima á meðan á samkomubanni stendur, skal haft samband við aðstoðarskólastjóra í síma 894 3445 og reynt verður eftir fremsta megni að koma til móts við það.
Ef börn eru kvefuð eða með önnur veikindi koma þau ekki í skólann. Börn sem sýna merki um að vera lasin verða send heim.
Fyrir þá nemendur sem koma með skólabíl þá er mælst til að þeir nemendur sem koma fyrst inn í bílinn setjist aftast og svo koll af kolli. Foreldrar/forráðamenn eiga ekki að fylgja nemendum inn í skólabílinn og það eru bara nemendur í 1. – 7. bekkjum sem mega koma inn í bílana. Það verður ekki leyfilegt að breyta um skólabíl eða nota skólabílana til að fara í heimsóknir á aðra bæi eftir skóla.
Ef við þurfum að gera breytingar á þessu fyrirkomulagi verður foreldrum haldið upplýstum.
Tilkynna á veikindi eða fjarvistir nemenda í síma 894 3445.
Skólahald í leikskóladeild Auðarskóla í samkomubanni
Leikskólinn verður opinn alla daga frá kl. 8:00 til kl. 14:00. (Ath. leikskólinn opnar ekki kl. 7:45). Ástæðan fyrir skertum opnunartíma er vegna þess að sótthreinsa þarf allan leikskólann í lok dags.
Við leggjum áherslu á það að foreldrar sýni því skilning og bíði með að koma inn í leikskólann ef margir eru að koma með nemendur í einu. Hver hópur á leikskólanum er með sérinngang og fá foreldrar upplýsingar um það. Starfsmaður sér um að taka á móti nemendum við hurð fyrir báðar deildir. Einnig er mikilvægt að þegar börn eru sótt að viðhafa sömu reglur, það er að fara að hurð og starfsmaður kemur með barnið að hurðinni.
Yngri deildin verður opin alla daga til þess að byrja með. Verði einhverjar breytingar á forsendum verður send út tilkynning um það.
Á Tröllakletti þarf að skipta nemendum niður á daga. Við munum senda ykkur upplýsingar um hvaða nemendur geta komið og hvaða daga á Tröllaklett, líkt og gert var þegar fyrirhugað verkfall stóð yfir.
Samskipti milli deilda verður höfð í lágmarki, bæði hjá nemendum og starfsfólki.
Mikilvægt er að láta vita ef þið ætlið ekki að nýta leikskólaplássið fyrir ykkar barn eða hvort þið sjáið fram á að skerða vistun þess. Ef svo er hafið þá samband við aðstoðarleikskólastjóra í síma 695 0317.
Ef börn eru kvefuð eða með önnur veikindi koma þau ekki í skólann. Börn sem sýna merki um að vera lasin verða send heim.
Ef einhver á heimilinu er í áhættuhópi gæti verið skynsamlegt í samráði við lækni/heilbrigðisstofnun að barnið/börnin komi ekki í leikskóla.
Því miður verður að taka alveg fyrir að leikskólabörn ferðist með skólabílum á meðan samkomubann er í gildi. Það verða ekki veittar neinar undanþágur á því.
Ef við þurfum að gera breytingar á þessu fyrirkomulagi verður foreldrum haldið upplýstum.
Tilkynna á veikindi eða fjarvistir nemenda í síma 695 0317.
Kær kveðja,
Hlöðver Ingi Gunnarsson
Skólastjóri Auðarskóla