Jólatónleikum tónlistardeildarinnar, sem vera áttu kl. 17.00 í dag, verður frestað vegna veðurs til 14.01.2016. Skólastjóri
Vefsíða Auðarskóla
Vefsíða Auðarskóla er greinilega mikið notuð. Samkvæmt yfirliti af vefsvæðinu, sem mælir umferð og heimsóknir á síðuna, eru daglegar flettingar á síðunni að rokka til og frá á bilinu 200 – 800. Meðaltalið síðastliðinn mánuð er því um 400 flettingar á dag sem gera 12.000 flettingar á mánuði. Miðað við þennan fjölda og niðurstöður úr innra mati skólans þar sem …
Piparkökuskreyting foreldrafélagsins
Á mánudaginn 14. desember stendur foreldrafélagið fyrir hinni árlegu piparkökuskreytingu. Við byrjum klukkan 17:00 í kaffisalnum í Dalabúð. Foreldrafélagið útvegar piparkökurnar og glassúr. Reynum að redda sem flestum litum í glassúrinn en það er velkomið að koma með fleiri liti. Vinsamlegast komið með ílát til að taka kökurnar með heim í. Kveðja Stjórn foreldrafélags Auðarskóla
Jólaföndursdagurinn
Mánudaginn 7. desember var hinn árlegi jólaföndursdagur í grunnskóladeild Auðarskóla. Unnið var á hverju stigi fyrir sig og einungis unnið í jólaföndri fram að hádegi. Elsta stig föndraði gluggaskraut sem hefur raðast í efri gluggana í þeirra stofum og víðar. Miðstig var að skreyta krukkur, búa til súkkulaðiskálar, origami o.fl. Yngsta stig skreyttu líka krukkur og perluðu jólamyndir. Einnig notuðu …
Vegna veðurs
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið vegna óvenju slæmrar veðurspár. Vegagerðin gerir ráð fyrir að loka veginum um Bröttubrekku kl. 16 í dag og um Svínadal kl. 17. Gera má ráð fyrir að lokað verði til kl. 15 á morgun þriðjudag. Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til þess að gæta að lausamunum, fylgjast með útvarpsfréttum og halda sig heima …
Tónfundir
Tónfundir í tónlistardeild Auðarskóla verða dagana 25. – 26. mars. Þriðjudaginn 25. mars verða 1. – 4. bekkur í tónlistarskólanum frá kl. 14.30 – 15.10 og þann 26. mars verða 5. – 10. bekkur í efra rými grunnskólans frá kl. 14.30 – 15.10. Allir eru velkomnir á tónfundina.
Af leikskólamálum
Inntaka 12 mánaða barna á leikskólann hófst í byrjun október og hefur gengið vel. Framkvæmdir á leikskólalóðinni vegna þessa eru komnar á góðan rekspöl en þeim er ekki lokið. Þá eru ýmsar breytingar á skipulagi innra starfsins að taka á sig mynd í kjölfar þessara breytinga. Búðast má við að það taki leikskólann nokkra mánuði í viðbót að aðlaga starfsemi …
Hvar er Stekkjarstaur?
Á mánudaginn 30. nóvember stendur foreldrafélag Auðarskóla fyrir jólaleiksýningu fyrir yngsta stig grunnskólans og leikskólabörnin. Leiksýningin “ Hvar er Stekkjarstaur ? “ verður sýnd í Dalabúð klukkan 14:00. Foreldrar eru velkomnir að koma og horfa með börnunum. “ Það er kominn 12. desember, en jólasveinninn Stekkjarstaur kemur ekki til byggða. Þegar Halla fer að athuga hvernig á því standi kemst …
Danssýning
Föstudaginn 26.nóvember er hin árlega danssýning Auðarskóla. Þar munu nemendur sýna afrakstur danskennslunnar, sem nú stendur yfir. Sýningin er í Dalabúð kl. 12.00 og eru allir velkomnir. Áætlaðri heimferð skólabíla seinkar lítilega og verður hún um kl. 13.00.