Tveir nemendur í Auðarskóla hafa nú birt á youtube hljóðritanir sínar eftir upptökur. Annarsvegar er það Árný Björk Brynjólfsdóttir sem syngur “ Who Says“ við undirleik Daða Nikulássonar: Slóð hér . Hinsvegar er það Hlöðver Smári Oddsson sem syngur frumsamið lag sitt “ No way – lonely“ og spilar einnig á gítar. Slóð hér.
Relgur í skólaakstri
Nú í vor samþykkti sveitarstjórn Dalabyggðar nýjar reglur sem gilda í skólaakstri. Reglurnar eru núna komnar á heimasíðu skólans og þær má finna á slóðinni: http://www.audarskoli.is/skoacutelaakstur1.html
Nýjar starfsreglur og endurskoðað ástundunarkerfi
Nú í upphafi skólaársins taka gildi nýjar starfsreglur um meðferð agabrota. Reglurnar eru smíðaðar í kjölfar nýrra skólareglna. Þá hefur ástundunarkerfi skólans einnig verið endurskoðað. Allir nemendur í 6. – 10. bekk fá nú ástundunareinkunn. Allar breytingar á ástundun svo og öll agabrot eru nú send í tölvupósti heim til foreldra á hálfsmánaðar fresti. Búið er að kynna nemendum …
Nýja sófasettið
Nú hafa verið keyptir nýir sófar í efra rými grunnskólans í Búðardal. Sófarnir leysa af hólmi gamalt sófasett, sem elstu menn muna vart hvernær var keypt. Var það mál manna að löngu væri orðið tímabært að bæta setaðstöðu nemenda og endurnýja sófana. Í framhaldinu verður unnið að því að setja upp hljóðkerfi í rýminu þannig að auðvelt verði að spila …
Heimasíðan komin í lag
Nú í nótt komst heimasíðan aftur í loftið. Tilkynningar og fréttir fara að birtast á síðunni á nýjan leik.
Áhrif verkfalls leikskólakennara á leikskóla Auðarskóla
Félag leikskólakennara hefur boðað til verkfalls mánudaginn 22. ágúst næstkomandi, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Ef af boðuðu verkfalli verður, lokar Álfadeild leikskóla Auðarskóla frá og með þeim tíma. Bangsadeild og önnur starfssemi leikskólans verður með óbreyttum hætti. Vel verður fylgst með framvindu verkfallsins og hugsanlegum ágreiningsmálum með veitta þjónustu leikskólans í huga. Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri
Starfsmannabreytingar á leikskóla
Skólaárið 2011 – 2012 verða allnokkrar breytingar á starfsliði leikskólans. Þær Ragnheiður Bæringsdóttir, Boga Thorlasius og María Ólafsdóttir hafa látið af störfum. Þá hefur Björt Þorleifsdóttir deildarstjóri fengið launalaust ársleyfi frá störfum til að sinna námi. Í þeirra stað hafa verið ráðnar Málfríður M. Finnsdóttir, Gunnhildur Pétursdóttir þroskaþjálfi og Guðrún Kristinsdóttir leikskólakennari. Samfara þessu urðu eftirfarandi breytingar á mönnun deilda: …
Mötuneyti Auðarskóla
Fyrir skólaárið 2011 – 2012 verða nokkrar breytingar á starfssemi Auðarskóla. Ein þessara breytinga er að Sveitarfélagið Dalabyggð hefur kosið að endurnýja ekki samning við Samkaup á kaupum á heitum máltíðum fyrir Auðarskóla. Nú 2. ágúst hóf starfssemi nýtt mötuneyti Auðarskóla. Mötuneytið er staðsett í Dalabúð og mun sjá um heitan mat í hádegi fyrir grunn- og leikskóla og morgunmat …
Gleðilegt sumararfrí
Í dag var síðasti dagurinn í leikskóla Auðarskóla á þessu skólaári. Framundan er sumarfrí til 2. ágúst næstkomandi. Við kveðjum því í bili með myndasyrpu frá vordögum leikskólans. Slóðin er hér. Gleðilegt sumarfrí Starfsfólk leikskólans
Skóladagatöl fyrir skólaárið 2011 – 2012
Nú eru skóladagatölin fyrir næsta skólaár komin á heimasíðu skólans. Um er að ræða sameiginlegt dagatal fyrir tónlistar- og grunnskóladeild og svo dagatal fyrir leikskóladeild. Þið finnið dagatölin undir AUÐARSKÓLI > Um skólann. Einnig hér. Það er um að gera að prenta dagatölin út og hengja á ísskápinn í eldhúsinu.