Starfsmannabreytingar á leikskóla

admin

Picture

Skólaárið 2011 – 2012 verða allnokkrar breytingar á starfsliði leikskólans. Þær Ragnheiður Bæringsdóttir, Boga Thorlasius og  María Ólafsdóttir hafa látið af störfum.  Þá hefur  Björt Þorleifsdóttir deildarstjóri fengið launalaust ársleyfi frá störfum til að sinna námi.  Í þeirra stað hafa verið ráðnar Málfríður M. Finnsdóttir, Gunnhildur Pétursdóttir þroskaþjálfi  og Guðrún Kristinsdóttir leikskólakennari.  Samfara þessu urðu eftirfarandi breytingar á mönnun deilda:


Álfadeild:

Deildarstjóri Guðrún Kristinsdóttir leikskólakennari, Kristrún Jónsdóttir, leiðbeinandi, Fanney  Þóra Gísladóttir leiðbeinandi og Gunnhildur Pétursdóttir þroskaþjálfi.


Bangsadeild

: Deilarstjóri Guðbjörg Hólm aðstoðarleikskólastjóri, Sigríður Jónsdóttir leiðbeinandi, Málfríður Mjöll Finnsdóttir leiðbeinandi og Christine Sarah Arndt leiðbeinandi.

Þá var ákveðið í vor að vera með dagræstingu í leikskólanum og að ráða til verksins skólaliða.  Þegar þetta er skrifað hefur ekki enn verið ráðið í þá stöðu.