Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi 2020

adminFréttir

Föstudaginn 21. febrúar var Stærðfræðikeppnin haldin í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. 106 keppendur voru skráði til leiks og átti Auðarskóli sex fulltrúa að þessu sinni. Tíu efstu einstaklingarnir í hverjum árgangi fengu boð á verðlauna- og viðurkenningaafhendingu sem halda átti laugardaginn 14. mars en vegna Covid-19 faraldursins var hún felld niður. Fjórir nemendur Auðarskóla fengu boð á verðlauna- og viðurkenningaathöfnina. …

Viltu komast í Heimsmetabók Guinness?

adminFréttir

Lestrarverkefnið Tími til að lesa hófst í gær, 1. apríl. Verkefnið gengur út á að LESA. Allir Íslendingar, börn og fullorðnir, eru hvött til að skrá allan sinn LESTUR á vefsíðuna timitiladlesa.is. Þar er líka hægt að fylgjast með sameiginlegum lestri þjóðarinnar dag frá degi. Árangurinn er mældur í tíma og ef allir gefa sér góðan tíma í að LESA …

Netskákmót fyrir grunnskólanemendur Vesturlands

adminFréttir

​Skáksamband Íslands í samvinnu við grunnskóla á Vesturlandi blása til netskákmóta fyrir grunnskólanemendur svæðisins. Mótin verða alla fimmtudaga og hefjast klukkan 16:30 og standa í klukkustund. Fyrsta mótið er nú á fimmtudaginn kemur 2. apríl kl. 16:30. Teflt verður á chess.comMótin eru þannig að eftir hverja skák byrjar alltaf ný skák um leið, gegn nýjum andstæðingi. Einungis þarf að klikka á …

Hinseginfræðsla í Auðarskóla

adminFréttir

Miðvikudaginn 16. október n.k. kemur hann Guðmundur Kári Þorgrímsson, sem við þekkjum flest hér í Dalabyggð, með hinseginfræðslu fyrir alla nemendur grunnskóladeildar Auðarskóla. Hann mun svo einnig bjóða foreldrum og starfsfólki skólans á slíka fræðslu klukkan 17:00 þennan sama dag, í Auðarskóla. Guðmundur Kári er tvítugur og hefur verið með hinseginfræðslu í Reykjavík og á Akureyri undanfarna vetur. Akureyrarbær hefur boðið …

Tónfundir

adminFréttir

​Þriðjudaginn 12. nóvember og fimmtudaginn 14. nóvember verða tónfundir hjá tónlistardeild Auðarskóla. Nánari upplýsingar verða sendar út þegar nær dregur. Aðstoðarskólastjóri

Leikskólinn er Vináttuleikskóli

adminFréttir

Leikskóli Auðarskóla er nú formlega kominn af stað með Vináttuverkefnið. Vinátta er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti ætlað leikskólum og fyrstu bekkjum grunnskóla. Verkefnið á rætur að rekja til Danmerkur og ber þar heitið Fri for mobberi. Um er að ræða tösku sem inniheldur nemendaefni og kennsluleiðbeiningar fyrir starfsfólk auk efnis til að nota með foreldrum og starfsfólki. Gert er ráð fyrir fjölbreyttum vinnubrögðum svo …

Bóndadagskaffi í leikskólanum

adminFréttir

Á föstudaginn 19. janúar síðast liðinn var haldið upp á bóndadaginn í leikskólanum.  Karlmennirnir í lífi barnanna fjölmenntu og boðið var upp á kaffi og með´í.  Að sjálfsögðu var þorramatur líka á boðstólum; súrir hrútspungar, sviðasulta, hákarl, harðfiskur og flatkökur með hangikjöti.  Einnig var farið í nokkra gamla leiki eins og fuglafit, völuspá, störu og hoppa yfir sauðalegg. Börnin bjuggu …