Alþjóðadagur læsis er 8. september. Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Læsi hefur verið skilgreint sem:
Lestur – Hlustun – Tal – Ritun.
Við í Auðarskóla hvetjum alla Dalamenn til að efla læsi hjá sér og/eða sínum börnum. Það má gera til dæmis með því að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða nota tungumálið á annan hátt til ánægjulegra samskipta.
innan þessum link hér https://audarskoli.is/audarskoli/myndir/foreldrar/ má nálgast nokkur hagnýt ráð þegar kemur að lestri, lestrarfærni og stuðningi heimilis við nám barna. Markmið einblöðunganna er að upplýsa foreldra um leiðir til að styðja við málþroska og læsi barna sinna.
Gleðilegan dag læsis