Nemendur í 1.-3. bekk í Auðarskóla hafa undanfarið unnið skapandi og fróðlegt verkefni þar sem þeir hönnuðu og bjuggu til krossa í 3D prentara. Verkefnið tengist átthagafræði og sögu svæðisins en krossarnir eru innblásnir af Auði djúpúðgu, einni merkustu landnámskonu Íslands.
Nemendur lærðu um sögulegt samhengi krossanna og hlutverk Auðar djúpúðgu í menningu og trúarhefðum, ásamt því að tengja vinnuna við nútímatækni og hönnun. Útkoman eru einstakir og fjölbreyttir krossar sem prentaðir voru í 3D prentara, bæði sem listmunir og sem hálsmen.
Verkefnið sameinar sögulega þekkingu, skapandi vinnu og tæknilæsi á áhrifaríkan hátt og endurspeglar vel þá hæfni sem nemendur þjálfa í skólanum: að vinna með menningararf sinn, nota nútímatækni á ábyrgan og skapandi hátt og tjá hugmyndir sínar á fjölbreyttan hátt.


