Fjöruferð 7. bekkjar

admin





Picture

Síðast liðinn mánudag fóru nemendur 7. bekkjar í fjöruferð. Nemendur þurftu að undirbúa sig fyrir ferðina og var einn tíminn í upplýsingamennt notaður til þess. Nemendur reiknuðu sjálfir út klukkan hvað og hvaða dag mesta fjaran væri og var svo ákveðið í sameiningu að mánudagurinn 12. september eftir hádegi væri bestur til ferðarinnar. Nemendur áttu að koma klæddir samkvæmt veðri og svo var haldið niðrí fjöru. Farið var bæði í sandfjöruna og grjótfjöruna til að nemendur áttuðu sig á muninum. Nemendur fundu fullt af sýnum í dollurnar sínar t.d. smádýr og þang. Smá keppni var haldin um það hvaða hópur teiknaði flottasta fiskinn í sandinn og mátti skreyta myndina með hlutum úr fjörunni. Sýnin sem nemendur fundu var farið með upp í skóla þar sem þau verða skoðuð nánar.  Myndir úr ferðinni eru nú komnar inn á myndasvæði skólans.

Þær má líka finna á þessari slóð.