Aðafundur foreldrafélagsins

admin

Picture


Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla

verður haldinn í grunnskólanum miðvikudaginn 21. September, kl. 20:00.


Dagskrá


· Venjuleg aðalfundarstörf

· Lagabreytingar

9.gr. (eins og hún er núna)Þrjú deildaráð starfa í félaginu; leikskólaráð, grunskólaráð Búðardal og grunnskólaráð Tjarnarlundi. Deildaráð funda svo oft sem þurfa þykir. Deildaráð skulu koma saman til formlegs fundar eigi sjaldnar en tvisvar á skólaárinu með stjórn félagsins. Stjórnin undirbýr og boðar til þessara funda. Þar skulu rædd mál er varða markmið og starf foreldrafélagsins, starf foreldra í deildum og verkefni skólaráðs.Tillaga stjórnar að lagabreytingu á 9.gr


Tvö deildaráð starfa í félaginu; leikskólaráð og grunskólaráð. Deildaráð funda svo oft sem þurfa þykir. Deildaráð skulu koma saman til formlegs fundar eigi sjaldnar en tvisvar á skólaárinu með stjórn félagsins. Stjórnin undirbýr og boðar til þessara funda. Þar skulu rædd mál er varða markmið og starf foreldrafélagsins, starf foreldra í deildum og verkefni skólaráðs.

Stjórnin