Forvarnarverkefnið „hugsað um barn“.

admin





Picture





Þann 14. október hefst verkefnið formlega með fundi sem haldinn verður í skólanum      kl. 17.30.  Fundurinn er ætlaður foreldrum og nemendum barna í 9. – 10. bekk.  Á fundinn mætir Ólafur  G. Gunnarsson sálfræðingur en hann er umsjónarmaður verkefnisins.








Þegar fundi lýkur fá allir nemendur brúðu (ungbarnahermi) sem verður í þeirra umsjón í ca. 50 klukkustundir.  Nemendur  hugsa um  brúðurnar í skólann  á daginn og annast þær heima á kvöldin og nóttunni. Ungbarna-hermirinn er forritaður með raunupplýsingum og er því um „ekta“ þarfir að ræða.   Unglingarnir þurfa að finna út hverjar eru þarfir ungabarnsins og það er misjafnt hvort gefa þarf pela, skipta um bleiu, láta barnið ropa eða hugga barnið og alltaf þarf að passa að halda undir höfuðið.






Þessi reynsla felur í sér tækifæri til að læra um umönnun ungbarna, gera mistök og leiðrétta þau, án þess að það hafi áhrif á raunverulegt barn. Spurningar vakna hjá unglingunum á meðan á verkefninu stendur og eftir á og það er auðvelt fyrir foreldra að nýta þetta tækifæri til að ræða kynlíf og barneignir við unglinginn. Verkefnið „Hugsað um barn“ er góð innsýn í veruleika þeirra sem eignast börn ungir. Tilgangurinn er með því að leyfa unglingum að reyna þetta á eigin skinni er að draga úr unglingaþungunum og þá líka þörf á fóstureyðingum í þessum aldurshópi.






Auðarskóli greiðir allan kostnað af verkefninu og hvetur foreldra og nemendur til að nýta sér þetta tilboð; vera með og taka þátt.  Flestum finnst verkefnið skemmtilegt.